Málin voru afgreidd á lýðræðislegan hátt. Ljósm/ Lovísa Ósk.

Krakkarnir funduðu um mikilvæg mál

Börn á sumarnámskeiði á Reykhólum heimsóttu starfsfólk hreppsskrifstofu Reykhólahrepps á dögunum og kynntu sér starfsemina þar.

Krakkarnir fengu sér sæti í fundarherbergi og blésu til sveitastjórnarfundar þar sem mikilvæg mál voru rædd og margar hugmyndir litu dagsins ljós. Krakkarnir vildu m.a. fá aparólu í þorpið, rennibraut í sundlaugina, fleiri bækur á bókasafnið og nýja girðingu og hlið fyrir leikskólann.

Líkar þetta

Fleiri fréttir