Sigurjón Einarsson áhugaljósmyndari.

Opnar ljósmyndasýningu í Skorradal í dag

Í dag, laugardaginn 16. júní, verður ljósmyndasýning opnuð á Stálpastöðum í Skorradal. Það er Hvanneyringurinn og áhugaljósmyndarinn Sigurjón Einarsson sem mun sýna stækkaðar ljósmyndir á Stálpastöðu. Sýning hans nefnist Fuglar í Skorradal. ,,Ég vona nú bara að veðrið verði okkur hliðhollt,“ segir Sigurjón brattur um sýninguna þar sem hún verður undir berum himni. Að auki kostar ekkert inn á svæðið og því opið allan sólarhringinn. Sýningin mun standa út september.

Þetta er þriðja sumarið í röð þar sem boðið er upp á ljósmyndasýningu á þessum sérstaka sýningarstað. Sýningin er að mestu utanhúss og jafnframt hefur þema sýninganna alltaf tengst dalnum á einhvern hátt. Undanfarin tvö sumur hafa sýningarnar mælst mjög vel fyrir og margir sem fagna því að það skuli vera eitthvað afþreyingartengt í boði í Skorradal fyrir gesti og gangandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir