Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári.

Kári fékk skell

Kári tapaði stórt þegar liðið heimsótti Aftureldingu í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Káramenn náðu sér engan veginn á strik í leiknum og máttu að endingu sætta sig við 5-1 tap.

Leikurinn fór prýðileg af stað og Ragnar Már Lárusson kom Kára yfir á 20. mínútu. Tryggvi Magnússon jafnaði hins vegar fyrir Aftureldingu aðeins mínútu síðar. Afturelding tók öll völd á vellinum og Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum yfir á 30. mínútu. Káramenn áttu ágætis kafla undir lok fyrri hálfleiks og litlu munaði að þeir jöfnuðu metin eftir góða sókn sem endaði með skalla í þverslá.

Káramenn fundu ekki taktinn í síðari hálfleik frekar en þeim fyrri. Þegar liðið var fram á 77. mínútu kom Andri Freyr Jónasson Aftureldingu í 3-1 og tveimur mínútum síðar skoraði hann aftur. Það var síðan Wentzel Steinar Kamban sem innsiglaði 5-1 stórsigur heimamanna á lokamínútu leiksins.

Kári situr í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig eftir sjö leiki, þremur stigum á eftir Þrótti V. í sætinu fyrir ofan og stigi á undan Völsungi. Næst leikur Kári laugardaginn 23. júní næstkomandi þegar liðið mæti Hetti á Egilsstöðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir