Kristen Denise McCarthy skoraði 29 stig að meðaltali síðasta tímabil. Ljósm. úr safni.

Kristen áfram með Snæfelli

Snæfellingar hafa framlengt samning sinn við Bandaríkjakonuna Kristen Denise McCarthy fyrir næsta tímabil í Domino´s deildinni. Hún spilaði lykilhlutverk í liðinu síðasta vetur, skoraði 29 stig, reif niður 13 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar að meðaltali í leik.

Kristen spilaði fyrst með Snæfelli tímabilið 2014-2015 þar sem hún varð Íslandsmeistari með liðinu og var jafnframt valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Eftir það tímabil hélt hún til Evrópu að spila áður en hún snéri aftur í Hólminn í fyrra. „Kristen hefur ekki síst reynst Snæfellsfjölskyldunni mikilvæg utan vallar og er það því með miklu stolti sem körfuknattleiksdeildin tilkynnir áframhaldandi samstarf,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir