Foreldrafélag Leikskólans ásamt leikskólastjóra. F.v. Tómas Freyr Kristjánsson, Anna Rafnsdóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Unnur Þóra Sigurðardóttir, Agnes Ýr Kristbjörnsdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson.

Gáfu Sólvöllum þríhjól á sumarhátíðinni

Foreldrafélag Leikskólans Sólvalla í Grundarfirði stóð fyrir skemmtilegri sumarhátíð á leikskólanum miðvikudaginn 6. júní síðastliðinn. Foreldrafélagið afhenti leikskólanum tvö þríhjól að gjöf í tilefni dagsins.

Þá var blásinn upp risastór hoppukastali og grillaðar pylsur fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Veðrið var með eindæmum gott þennan dag og heppnaðist sumarhátíðin afskaplega vel og gleðin skein úr hverju andliti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir