Þórunn Birna er alsæl með að vera loksins orðin heil og hún sjálf, eftir að hafa lifað sem kona í karlmannslíkama langt fram yfir fimmtugt. Ljósm. klj.

Svífur um á bleiku skýi

Þórunn Birna Guðmundsdóttir gekkst undir kynleiðréttingu í desember 2017

Þórunn Birna Guðmundssdóttir tekur hlýlega á móti blaðamanni í snyrtilegri íbúð skammt frá íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. „Kaffið er á leiðinni,“ segir hún um leið og hún fer inn í eldhús til að  klára að hella upp á, meðan blaðamaður lítur í kringum sig í stofunni. Upp um alla veggi eru listmunir úr málmi, málverk, tréverk og glerverk. Þórunn Birna var ein af stofnendum Gallerís Urmuls á Akranesi og var á tímabili með aðstöðu til listsköpunar í Samsteypunni á Mánabraut, áður en henni var lokað. Hún rekur enn Jaðar handverk frá heimili sínu. Þórunn segir að hún sé nú líklega listakona, þótt hún sé menntaður vélvirki og muni starfa í Norðuráli sem slíkur í sumar.

Strax öðruvísi

Þórunn átti ósköp venjulega æsku á Akranesi. Hún lék sér með strákum, enda flokkuð sem slíkur frá fæðingu. „Ég hafði ekkert haft á móti því að leika með stelpunum,“ segir hún og brosir. „Það stóð bara ekki til boða.“ Á sjöunda áratug síðustu aldar, þegar Þórunn var barn, var kynleiðrétting algerlega framandi hugtak og sennilega ekki til í íslenskum orðaforða. Þórunni fannst samt allaf eins og hún væri öðruvísi en hinir strax í æsku. „Manni fannst maður alltaf vera svolítið skrýtinn. Ekki eins og hinir strákrnir.“ Tilfinningin ágerðist eftir því sem hún varð eldri en Þórunn bar þó leyndarmálið með sér fram yfir fimmtugsaldurinn. „Svo getur verið að maður hafi farið eins mikið og maður gat í hina áttina, hafi farið í öfgarnar,“ segir Þórunn sem var frekar sterkbyggður karlmaður og lærði vélvirkjun sem verður að teljast nokkuð karlmannleg atvinnugrein, þótt viðhorf til kynbundinnar atvinnu sé að breytast hægt og rólega.

Þórunn segir nánar frá í einlægu og hjartnæmu viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.