Félagar úr Lionsklúbbi Stykkishólms ásamt starfsfólki heilsugæslunnar í Stykkishólmi. Ljósm. HVE.

Gáfu heilsugæslunni í Stykkishólmi öndunarmæli

Lionsklúbbur Stykkishólms kom færandi hendi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi á dögunum. Félagsmenn færðu stofnuninni að gjöf öndunarmæli, eða svokallaða spirometriu, sem mun nýtast við greiningu og meðferð sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma.

„Það er gott að vita til þess að félög eins og Lions láta gott af sér leiða fyrir fólkið í bænum. Við færum þeim bestu þakkir fyrir höfðingjalega gjöf,“ segir í tilkynningu frá Brynju Reynisdóttur hjúkrunarfræðingi og Kristni Loga Hallgrímssyni lækni á vefsíðu HVE.

Líkar þetta

Fleiri fréttir