Eftir flóðið, samansett mynd úr mörgum myndum. Ljósm. Þórdís.

„Ég fékk mér bara Photoshop“

Þórdís Björnsdóttir frá Akranesi hefur mikinn áhuga á ljósmyndun, en sá áhugi kviknaði ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2005. „Þá fékk ég mér almennilega myndavél,“ segir Þórdís og hlær. „Ég var mikið í bútasaumi í gamla daga og var að taka dulítið af myndum af bútasauminum mínum en komst fljótt að því að myndavélin sem ég átti þá var bara ekki nóg og góð þannig að ég keypti mér nýja og fór þá að taka myndir af öðru líka. Það mætti segja að áhuginn á ljósmyndun hafi kviknað þannig,“ bætir hún við.

Þórdís Björnsdóttir. Ljósm. glh.

Tekur alls konar myndir

Það er ekkert neitt eitt framar en annað sem Þórdísi þykir skemmtilegt að taka myndir af. Síðan hún uppfærði myndavélina sína þá byrjaði hún að taka landslagsmyndir en var fljót að auka fjölbreytni í myndefninu hjá sér, „Ég mynda allt mögulegt, byrjaði mest á landslagi og hef líka tekið mikið af myndum á ferðalögum. Það mætti segja að ég taki alls konar myndir; götulíf, fugla og blóm til dæmis. Ekkert er meira uppáhalds en annað.“

 

Býr til eina mynd úr mörgum

Þórdís er ekkert feimin við tæknina og notast við myndvinnsluforrit á borð við Photoshop þar sem hægt er að eiga við myndir og jafnvel búa til nýjar myndir með því að setja margar ljósmyndir saman. „Ég fékk mér bara Photoshop og svo byrjaði ég að pota í þetta sem er ofsalega skemmtilegt,“ segir hún brött. „Ég hef ekki farið á námskeið eða neitt slíkt heldur unnið mig áfram í þessu sjálf. Ef mig vantar að finna út úr einhverju þá finn ég það á netinu.“

Sjá nánar viðtal við Þórdísi sem kom út síðastliðinn miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.