Árnína (t.h.) og Karen innsigla samstarfið með handabandi við formann meistaraflokk kvenna, Ragnheiði Guðmundóttur. Ljósm. Skallagrímur.

Borgnesingar sækja liðsstyrk

Kvennalið Skallagríms í körfubolta er á fullu um þessar mundir að styrkja lið sitt fyrir komandi átök á næsta tímabili. Liðið hefur þegar samið við Ara Gunnarsson til að þjálfa liðið áfram og nú hafa tvær stúlkur einnig skrifað undir og því skuldbundið sig félaginu næsta vetur. Árnína Lena sem kom seint inn í liðið á síðasta tímabili og spilar stöðu bakvarðar ætlar að halda áfram með liðinu og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir sem spilar stöðu miðherja mun fylgja henni. Báðar eru þær frá Njarðvík og spiluðu þar saman í einhver ár og því kunnugar því að vera liðsfélagar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir