Hoppað á ærslabelgnum á Akranesi. Ljósm. akranes.is.

Ærslabelgur blásinn upp á Akranesi

Ærslabelgir spretta upp eins og gorkúlur víða um landshlutann um þessar mundir. Ærslabelgir eru uppblásnir, niðurgrafnir belgir, leikæki sem börn á öllum aldri geta skemmt sér við að hoppa á eins og trampólíni.

Í þarsíðustu viku voru teknir í notkun slíkir belgir í Borgarnesi og í Grundarfirði og síðasta miðvikudag var ærslabelgur blásinn upp á Akranesi. Sá belgur er staðsettur sunnan megin við Akraneshöllina, nálægt göngustígnum fyrir ofan Langasand. Belgurinn á Akranesi er 100 fermetrar að stærð og kostnaðurinn við verkefnið nam 2,5 milljónum króna. Belgurinn var tekinn í notkun þegar í stað og stytti mörgum börnum biðina milli leikja á Norðurálsmótinu sem fram fór um helgina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira