Ungmenni á Akranesi eru komin til starfa í vinnuskólanum og vinna nú hörðum höndum við að fegra umhverfið í bænum. Ljósm. arg.

Um 230 unglingar hafa sótt um í vinnuskólanum á Akranesi

Um þessar mundir er kennslu í skólum að ljúka og unga fólkið í leit að vinnu og margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Víðs vegar má því sjá ungmenni í vinnuskólum slá og raka gras, hreinsa til í beðum og gera snyrtilegt í bæjarfélögum sínum. Á Akranesi býðst ungmennum á aldrinum 14-17 ára að starfa í vinnuskólanum undir handleiðslu Einars Skúlasonar.

Einar Skúlason. Ljósm. arg.

Fyrstu starfskraftarnir komu til vinnu rétt fyrir helgi og í dag, miðvikudag, bætast við enn fleiri og er þá starfsemin komin á fullt. Örlítil fækkun hefur verið á starfsumsóknum milli ára en Einar telur að það megi rekja til þess að fleiri störf á almenna vinnumarkaðinum standi nú til boða fyrir þennan aldurshóp.

„Mörg þeirra eru að frekar að sækja í störf hjá verslunum eða í öðrum fyrirtækjum sem geta borgað hærri laun og leyft þeim að vinna meira,“ segir Einar en í vinnuskólanum er ekki hægt að bjóða öllum starf allt sumarið. „Það fer eftir aldri hversu mikið þau vinna en þau sem voru að ljúka áttunda bekk fá sem dæmi bara að vinna fram að hádegi í tvær vikur. Við erum að fá um 230 umsóknir og við getum ekki haft alla í vinnu allt sumarið, en allir fá að vinna eitthvað,“ segir Einar.

Nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir