Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Kári vann stórsigur á Tindastóli

Káramenn unnu stórsigur á Tindastóli, 5-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á Akranesi í gær. Heimamenn komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og leiddu í hléinu með einu marki gegn engu. En mörkunum átti heldur betur eftir að fjölga í þeim síðari. Andri Júlíusson jafnaði metin á 56. mínútu og kom Kára síðan yfir úr vítaspyrnu á 62. mínútu. Á 70. mínútu var komið að gestunum að reyna sig af vítapunktinum. Benjamín Jóhannes Gunnlaugsson skoraði úr vítinu og staðan orðin jöfn, 2-2. Andri var síðan enn og aftur á ferðinni sjö mínútum síðar þegar hann fullkomnaði þrennuna og kom Kára í 3-2. Káramenn voru sterkari það sem eftir lifði og kláruðu leikinn á síðustu tíu mínútunum. Gylfi Brynjar Stefánsson skoraði fjórða mark Kára á 83. mínútu og Páll Sindri Einarsson rak síðasta naglann í kistu gestanna með marki úr víti í uppbótartíma.

Kári situr í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig eftir fyrstu fimm leiki sumarsins í þéttum pakka við toppinn. Næst leikur Kári á sunnudaginn, 10. júní næstkomandi, þegar liðið tekur á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir