Kvennahlaupið er heilbrigð skemmtun fyrir alla

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í tuttugasta og níunda sinn á morgun, laugardaginn 2. júní. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Er þetta einn stærsti almenningsíþróttaviðburðurinn á Íslandi á hverju ári. Fólk á öllum aldri kemur sama á hlaupadegi og á saman skemmtilega stund þar sem sumir hlaupa en aðrar ganga.

Samkvæmt auglýsingu ÍSÍ verður hlaupið á sex stöðum á Vesturlandi; Akranesi, Hvanneyri, Reykholti, Grundarfirði, Ólafsvík og Búðardal. Á öllum stöðunum hefst hlaupið klukkan 11, nema í Búðardal þar sem það er ræst klukkan 10. Nánar í Skessuhorni vikunnar og á kvennahlaup.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir