Keppt í Mjólkurbikarnum

Leikið verður í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag og á morgun. Þar munu þrjú Vesturlandslið etja kappi; ÍA, Víkingur Ó. og Kári.

ÍA og Víkingur Ó. leika bæði í kvöld, miðvikudaginn 30. maí. ÍA mætir úrvalsdeildarliði Grindavíkur á útivelli og Víkingur Ó. heimsækir Fram. Báðir þessara leikja hefjast kl. 19:15.

Á morgun, fimmtudaginn 1. júní, mætir 2. deildar lið Kára úrvalsdeildarliði Víkings R. Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni kl. 19:15.

Á föstudag og laugardag verður leikið í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna, en Vestlendingar eiga enga fulltrúa þar eftir að ÍA féll úr leik fyrr í mánuðinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir