Bjarki og félagar komust ekki áfram

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson og félagi hans Gísli Sveinbergsson luku á mánudag keppni á NCAA úrslitamótinu í bandaríska háskólagolfinu. Báðir leika þeir fyrir Kent State háskólann. Þeir félagar voru aðeins hársbreidd frá því að komast áfram í holukeppnina, en aðeins munað tveimur höggum á þeim og næsta liði sem fór áfram.

Leiknir voru fjórir höggleikshringir og skorið niður eftir þrjá hringi. Þá voru piltarnir frá Kent State háskólanum í áttunda sæti og ljóst að mikil barátta yrði um að komast áfram í holukeppnina. Fór svo að lokum að liðið lauk leik á 19 höggum yfir pari, tveimur höggum á eftir Texas A&M sem þar með hreppti áttunda sætið og komst áfram í mótinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir