Davíð Ásgeirsson og Atli Aðalsteinsson. Ljósm. skallar.is.

Davíð og Atli semja við Skallagrím

Körfuknattleiksmaðurinn Davíð Ásgeirsson hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og leika með Skallagrími í Domino‘s deild karla næsta vetur. Hann tók sér hlé frá körfuknattleiksiðkun eftir þarsíðasta tímabil og lék því síðast með Skallagrími veturinn 2016-2017. Þá skoraði hann 3,5 stig og tók 2,1 frákast að meðaltali í leik.

Þá hefur Atli Aðalsteinsson endurnýjað samning sinn við lið Borgnesinga og mun jafnframt leika með liðinu næsta vetur. Atli skoraði 2,5 stig að meðaltali í leik og gaf 2,1 stoðsendingu á liðnum vetri í liði Skallagríms sem hampaði deildarmeistaratitlinum í 1. deild karla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir