Fimleikafólk gerði það gott

Íslandsmót unglinga í 3.-5. flokki í fimleikum var haldið á Egilsstöðum um síðustu helgi. Um 700 keppendur úr 63 liðum tóku þátt í mótinu. Þar af fór fjöldi keppenda frá Fimleikafélagi Akraness sem keppti undir merkjum ÍA.

Þrjú lið kepptu í 5. flokki og að móti loknu stóðu þau þrjú á verðlaunapallinum, með gull, silfur og brons í sínum flokki. Lið 1 varð jafnframt Íslands- og bikarmeistari í 5. flokki.

Lið ÍA í 3. flokki náðu einnig góðum árangri, höfnuðu í 1. og 5. sæti í sinni deild.

Þrjú lið kepptu í 4. flokki og stóðu sig með mikilli prýði.

Efnilegir fimleikakappar frá Akranesi náðu einnig góðum árangri á Íslandsmótinu í hópfimleikum í 1. og 2. flokki. Það mót fór fram á Akranesi um þarsíðustu helgi. Lið ÍA sigraði í 2. flokki b liða og hafnaði í þriðja sæti í 1. flokki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir