Svipmynd frá föstudeginum. Ljósm. gsi.is

Felldu niður síðari tvo keppnisdaga golfmóts

Til stóð að halda þriggja daga golfmót, Egils Gull mótið, á Garðavelli á Akranesi um síðustu helgi. Eftir fyrsta keppnisdag á föstudaginn ákvað mótsstjórn hins vegar að fengnu áliti og ráðgjöf frá Veðurstofu Íslands að fella niður annan og þriðja mótsdag. Veðurspá fyrir laugardaginn 18. maí var ekki ákjósanleg til golfleiks og því síður veðurspá fyrir sunnudaginn. Mótið var hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Spilamennskan eftir fyrsta keppnisdag var því látin gilda til úrslita. Í karlaflokki sigraði Axel Bóasson GK með -4 höggum og í kvennaflokki voru jafnar í efsta sæti með +4 högg þær Arna Rún Kristjánsdóttir GM og Guðrún B Björgvinsdóttir GK.

Líkar þetta

Fleiri fréttir