
Bræður í raðir Skallagríms
Körfuknattleiksdeil Skallagríms hefur samið við bræðurna Björgvin og Bergþór Ríkharðssyni. Munu þeir leika með liðinu í Domino’s deildinni í körfuknattleik næsta vetur.
Björgvin er 24 ára gamall og leikur stöðu bakvarðar. Hann gengur í raðir Skallagríms frá Tindastóli, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Þar áður var hann á mála hjá ÍR. Á síðasta tímabil skoraði hann fimm stig að meðaltali í leik og 2,9 fráköst í sterku liði Tindastóls sem hampaði bikarmeistaratitlinum og lenti í öðru sæti Íslandsmótsins.
Bergþór er 21 árs gamall framherji og lék með Hetti í Domino’s deildinni síðasta vetur. Þar skoraði hann 5,6 stig að meðaltali í leik, tók 4,9 fráköst og gaf 2,5 stoðsendingar.
Bræðurnir þekkja vel til í Borgarnesi, bjuggu þar á sínum yngri árum og léku með yngri flokkum Skallagríms. Á unglingsárunum flutti fjölskylda þeirra til Reykjavíkur og þeir gengu í raðir Fjölnis. „Það er því sérstakt ánægjuefni að fá þá aftur heim í Skallagrím,“ segir á vef Skallagríms.
Geta má þess að hjá Borgarnesfélaginu hitta bræðurnir fyrir systur sína, Heiðrúnu Hörpu Ríkarðsdóttur, sem leikur með Skallagrími í Domino’s deild kvenna.