Valdís Þóra kemst ekki á Opna bandaríska

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni lék í gær á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi. Leiknir voru tveir hringir á Buckinghamshire vellinum í Englandi og aðeins fjögur efstu sætin gáfu þátttökurétt á Opna bandaríska.

Valdís Þóra lék vel á fyrri hring úrtökumótsins og var í 9. sæti að honum loknum á tveimur höggum yfir pari. Hún náði sér hins vegar ekki á strik á síðari hring mótsins. Lék hann á tólf höggum yfir pari og lauk leik á samtals 14 yfir pari í 42. sæti mótsins.

Valdís Þóra lék fyrst íslenskra kylfinga á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra en verður ekki með í ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir