
Valdís Þóra reynir við Opna bandaríska
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, er í 9. sæti eftir fyrri hring á úrtökumóts fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi. Mótið hófst í dag í Buckinghamskíri á Englandi í dag. Leiknir verða tveir hringir og að móti loknu komast fjórir efstu kylfingarnir beint á Opna bandaríska mótið, sem haldið verður dagana í kringum næstu mánaðamót.
Valdís lék fyrri hring mótsins á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari og er sem fyrr segir í 9. sæti fyrir seinni hringinn.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leikur einnig í mótinu. Hún lék fyrri hringinn á 78 höggum, sex yfir pari vallarins og er jöfn í 31. sæti.