Víkingur Ó. bætir við hópinn

Víkingur Ó. hefur samið við enska miðvörðinn Michael Newberry um að leika með liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Michael er tvítugur að aldri og kemur úr U23 ára liði Newcastle.

Árið 2016 var hann valinn besti ungi leikmaður enska liðsins, verðlaun sem meðal annars David Ginola, Andy Carroll og Shola Ameobi hafa hreppt í gegnum tíðina.

Þá hefur Víkingur sömuleiðis fengið til liðs við sig argentíska miðjumannin Sasha Litwin, sem kemur frá spænska C-deildarliðinu Lleida. Sasha er 23 ára gamall og lék fyrst með Lleida árið 2012 en hefur síðan þá einnig verið á mála hjá Tatabánya í Ungverjalandi og Sambenettesse á Ítalíu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir