Liðsmenn deildarmeistara Skallagríms voru áberandi þegar veitt voru verðlaun fyrir 1. deild karla.

Verðlaunaðir fyrir góðan vetur í körfunni

Verðlaunahóf Körfuknattleikssambands Íslands vegna keppnistímabilsins 2017 til 2018 var haldið í hádeginu í dag. Þar voru veitt verðlaun í 1. deildum karla og kvenna og Domino‘s deildum karla og kvenna, bæði einstaklingsverðlaun og tilkynnt um lið ársins.

Liðsmenn deildarmeistara Skallagríms voru áberandi þegar veitt voru verðlaun fyrir 1. deild karla. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var valinn leikmaður ársins og Finnur Jónsson þjálfari ársins. Auk Eyjólfs var Bjarni Guðmann Jónsson liðsfélagi hans valinn í lið ársins í 1. deildinni.

Þá var Grundfirðingurinn Hlynur Bæringsson valinn í lið ársins í Domino‘s deild karla, en hann leikur með Stjörnunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir