Dregið í 16 liða úrslitum bikarsins

Dregið var í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gær. Vesturlandsliðin ÍA, Kári og Víkingur Ó voru öll í pottinum eftir sigra í fyrri umferð. Drátturinn fór á þá leið að Kári mætir Víkingi R. á Akranesi og er þetta í fyrsta sinn sem liðið er í 16 liða úrslitum bikarsins. Víkingur Ó. sækir Fram heim, en liðin eru bæði í næstefstu deild. ÍA mætir úrvalsdeildarliði Grindavíkur suður með sjó. Leikirnir í 16 liða úrslitum fara fram dagana 30. og 31. maí næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira