Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri lék fyrsta leikinn.

Norðurlandamót stúlkna í skák

Norðurlandamót stúlkna í skólaskák fer nú fram á Hótel Borgarnesi. Það hófst á föstudaginn en lýkur í kvöld með verðlaunaafhendingu. Alls taka 33 stúlkur þátt, á aldrinum 8-10 ára, og þar af eru níu íslenskar. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, setti mótið og lék fyrsta leikinn fyrir Batel Goitom Haile, sem tefldi fyrstu skák við Guðrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppenda mótsins. Íslensku stelpurnar fengu fimm vinninga af níu mögulegum. Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, vann mjög góðan sigur í yngsta flokknum og hróksfórn Nansýjar Davíðsdóttir sló í gegn.

Önnur úrslit gærdagsins voru þessi:

A-flokkur (u20)

Verónika Steinunn Magnúsdóttir tapaði fyrir hinni norsku Marte Kyrkjebo í langlengstu skák kvöldsins.

 

B-flokkur (u16)

Nansý Davíðsdóttir vann mjög góðan sigur á Ingrid Skaslien og venn með glæsilegri hróksfórn.

 

C-flokkur (u13)

Sjö íslenskar skákstúlkur tefla í c-flokki (u13). Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir vann mjög góðan sigur á mun stigahærri skákkonu. Freyja Birkisdóttir fékk fyrsta vinning mótsins þegar hún sigraði örugglega.

 

Í tveimur tilfellum mættust íslenskar stúlkur innbyrðis og unnu þær Batel Goitom Haile og Anna Katarina Thoroddsen þær Iðunni Helgadóttur og Guðrúnu Fanneyju Briem í hörkuskákum. Soffía Arndís Berndsen tapaði sinni skák.

Teflt er við úrvalsaðstæður á Hótel Borgarnesi og er öllum skákum umferðarinnar varpað upp á skjá auk þess að vera í beinni á netinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira