Þrjú gull og þrjú brons á ÍM – 50

Sundkonan Inga Elín Cryer frá Akranesi keppti á ÍM -50 um liðna helgi og náði þar frábærum árangri. Hún keppti í 100m og 200m flugsundi og 200m skriðsundi og varð Íslandsmeistari í öllum þessum greinum. Þá vann hún til þriggja bronsverðlauna í boðsundsgreinum. Þannig að afrakstur helgarinnar voru þrjú gull og þrjú brons. Inga Elín hefur verið að æfa mjög vel að undanförnu og er óðum að nálgast sitt besta form. Ekki tókst henni þó að á mótinu að ná lágmörkum fyrir EM en kröfurnar þar inn eru miklar. Hefði hún þurft að bæta Íslandsmetin í hverri grein töluvert til að ná lágmarkinu. Engu að síður var þetta góður árangur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.