
Sló 19 ára gamalt Íslandsmet
Skagamaðurinn Jóhann Ársæll Atlason sló þriðjudaginn 17. apríl sl. 19 ára gamalt Íslandsmet í einum leik í 1. flokki pilta í keilu. Í 1. flokki leika keppendur 17-18 ára. Jóhann spilaði 299 stiga leik í 2. deildinni á Akranesi þennan dag, en hæsta mögulega skor í keilu er 300. Eldra metið í 1. flokki pilta var 298, sem Steinþór Geirdal setti árið 1999. Metið sem Jóhann Ársæll sló var því eldra en hann sjálfur.