Sló 19 ára gamalt Íslandsmet

Skagamaðurinn Jóhann Ársæll Atlason sló þriðjudaginn 17. apríl sl. 19 ára gamalt Íslandsmet í einum leik í 1. flokki pilta í keilu. Í 1. flokki leika keppendur 17-18 ára. Jóhann spilaði 299 stiga leik í 2. deildinni á Akranesi þennan dag, en hæsta mögulega skor í keilu er 300. Eldra metið í 1. flokki pilta var 298, sem Steinþór Geirdal setti árið 1999. Metið sem Jóhann Ársæll sló var því eldra en hann sjálfur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.