Þrjú efstu pörin á mótinu. F.v. Viktor og Alfreð í þriðja sæti, Karl og Jón sigurvegarar og Sveinbjörn og Sigurður sem urðu í öðru sæti.

Skagamenn sigursælir á Opna Borgarfjarðarmótinu

Opna Borgarfjarðarmótinu í bridds lauk í gærkvöldi í Logalandi. Að venju var mótið bæði spilað á Akranesi og í Borgarfirði, að þessu sinni með þátttöku 18 para.  Sigurvegarar urðu Skagamennirnir Karl Alfreðsson og Jón Alfreðsson með skor upp á 67,5%. Í öðru sæti urðu Borgfirðingarnir Sveinbjörn Eyjólfsson og Sigurður Einarsson með 54,9%. Sjónarmun á eftir í þriðja sæti urðu Skagamennirnir Viktor Björnsson og Alfreð Þór Alfreðsson einnig með 54,9% skor. Fjórðu urðu Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósefsson frá Akranesi með 54,7% og fimmtu fulltrúar Hvalfjarðarsveitar þeir Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson með 53,1%.

Eftir þetta mót eru bæði briddsfélögin farin í sumarfrí.

Líkar þetta

Fleiri fréttir