Kolbrún S. Kjarval var útnefnd bæjarlistamaður Akraness 2017. Ljósm. akranes.is.

Óskað eftir tillögum um bæjarlistamann

Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar hefur óskað eftir tillögum almennings til útnefningar bæjarlistamanns Akraness fyrir árið 2018. Bæjarlistamaður Akraness hefur verið útnefndur árlega frá árinu 1992 þegar Hrein Elíasson myndlistarmaður varð þess heiðurs aðnjótandi. Leirlistakonan Kolbrún S. Kjarval var útnefnd bæjarlistamaður Akraness á síðasta ári.

Tillögum skal skilað inn rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar fyrir 11. maí næstkomandi. Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira