Dregið í Mjólkurbikar karla

Dregið var í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í hádeginu í dag. Vesturlandsliðin ÍA, Víkingur Ó. og Kári voru öll í pottinum.

Drátturinn fór á þá leið að ÍA mætir liði Selfoss á útivelli, Víkingur Ó. heimsækir Hamar í Hveragerði og Kári fær Hött í heimsókn á Akranes. Dráttinn í heild sinni má sjá á heimasíðu KSÍ.

Allir leikirnir í 32 liða úrslitum fara fram dagana í kringum næstu mánaðamót.

Líkar þetta

Fleiri fréttir