Frá undirritun samninganna. Sitjandi f.v. eru María Björk Ómarsdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir. Fyrir aftan standa Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA, Helena Ólafsdóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna og Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA. Ljósm. KFÍA.

Efnilegar knattspyrnukonur semja við ÍA

Síðastliðinn föstudag skrifuðu fjórar ungar og efnilegar knattspyrnukonur undir samning við knattspyrnufélag ÍA. Þetta eru þær María Björk Ómarsdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir. Þær eru fæddar árin 2001 og 2002 og hafa allar spilað mikilvægt hlutverk í hópi meistaraflokks á undirbúningstímabilinu í vetur. Auk þess komu þær Sigrún og Erla Karitas við sögu í allnokkrum leikjum með liði ÍA í 1. deild kvenna síðastliðið sumar. Allar skrifuðu knattspyrnukonurnar ungu undir tveggja ára samning við félagið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir