Andri Adolphsson mun klæðast gulu treyjunni á ný í sumar.

Andri Adolphsson til ÍA á láni

Skagamaðurinn Andri Adolphsson  mun leika með ÍA í Inkasso deildinni í knattspyrnu á komandi sumri. Andri er uppalinn hjá ÍA og lék með liði Skagamanna til ársins 2015. Síðan þá hefur hann leikið með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar þar sem hann kom við sögu í 16 leikjum í deild og bikar. Andri er enn samningsbundinn liði Valsmanna og mun leika með ÍA á lánssamningi á komandi keppnistímabili.

Líkar þetta

Fleiri fréttir