Inga Elín stigahæst á Ásvallamóti

Inga Elin Cryer sundkona af Akranesi keppti á Ásvallamóti í Hafnarfirði um liðna helgi. Náði hún flottum árangri; bronsi í 200m flugsundi, silfri í 50m flugsundi en gulli í 100m flugsundi og 200m skriðsundi. Einnig varð hún stigahæst kvenna á mótinu og fékk peningaverðlaun fyrir það. Mjög flottur árangur þrátt fyrir erfiðar æfingar að undanförnu. Nú hefst undirbúningur hjá Ingu Elínu fyrir Íslandsmeistaramótið í 50m laug. Það verður haldið í Laugardalslauginni dagana 20.-22. apríl. Þar stefnir Inga Elín á að ná lágmarkið á EM sem verður í Glasgow í lok ágúst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Strompurinn fallinn

Sementsstrompurinn á Akranesi var sprengdur kl. 14:16 í dag. Sprakk sprengihleðsla í um 25 metra hæð og eftir það féll... Lesa meira