Randi Holaker í brautinni. Ljósm. iss.

Keppt í fimmgangi á fimmtudaginn

Fjórða mót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fer fram fimmtudagskvöldið 5. apríl nk. og verður keppt í fimmgangi. Eins og áður fer mótið fram í Faxaborg í Borgarnesi. Deildin hefur farið vel af stað í vetur og aldrei verið sterkari. Von er á fjölda sterkra hesta og knapa og má því búast við góðri skemmtun í Faxaborg næstkomandi fimmtudag. Randi Holaker sigraði fimmganginn í fyrra og eftir sigur þeirra í gæðingafiminni um daginn má búast við þeim sjóðandi heitum á gólfið í fimmganginum. Húsið verður opnað klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stundvíslega kl. 20.00 á gólfið. Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri.

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í sex greinum hestaíþrótta. Ráslisti var birtur í kvöld.

Staðan í liðakeppninni þegar mótið er hálfnað er sú að Leiknir/Skáney er efst með 152 stig. Í öðru sæti eru Stelpurnar frá Slippfélaginu & SuperJeep með128,5 stig og Bergur/Hrísdalur/Austurkot er þriðja með 115 stig. Önnur lið hafa undir 100 stigum. Í einstaklingskeppninni er Siguroddur Pétursson efstur með 32 stig, Ylfa Guðrún Svafarsdóttir þriðja með 24 stig og Randi Holakerf þriðja með 22 stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Lóan er komin, þessi boðberi sumars og hlýnandi veðurs, mætti á Vesturlandið í liðinni viku. Myndina tók Sólveig Jóna Jóhannesdóttir... Lesa meira