Svipmynd úr viðureigninni í gær. Ljósm. karfan.is

Haukar höfðu betur gegn Skallagrími í fyrsta leik

Haukakonur höfðu betur gegn Skallagrímskonum í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í leik sem spilaður var á Ásvöllum í gær. Haukar sigruðu með 88 stigum gegn 74. Deildarmeistarar Hauka tóku forystuna strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi. Í lok fyrsta leikhluta voru Haukakonur átta stigum yfir gestunum en Skallagrímskonur gáfu þá örlítið í og náðu að minnka forystuna í þrjú stig um tíma en misstu svo muninn niður í sex stig og staðan 35-29 í hálfleik.

Whitney Michelle Frazer átti góðan leik fyrir Hauka og skoraði 27 stig og átti 11 fráköst. Carmen Tyson-Thomas spilaði frábærlega fyrir Skallagrím og skoraði 34 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti einnig mjög góðan leik skoraði 17 stig, átti 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit og næst mætast liðin í Borgarnesi á föstudaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir