Leikjaplan í úrslitakeppninni

Haukar og Skallagrímur eigast við undanúrslitum úrvalsdeildar Domino´s deild kvenna í körfubolta. Hins vegar eru það Keflavík og Valur sem keppa um hitt lausa sætið í úrslitum. Haukar urðu efstir fyrir úrslitakeppnina en Borgarnesingar í fjórða sæti eftir frábæran endasprett í deildinni þar sem stelpurnar unnu sex af sjö síðustu leikjunum og unnu þar upp sex stiga forskot Stjörnunnar í deildinni. Garðbæingar hins vegar sitja eftir með sárt ennið.

Nú hefur leikjaplan verið birt. Fyrsti leikurinn verður 2. apríl í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði, annar leikurinn í Borgarnesi 6. apríl, þá 10. apríl í Hafnarfirði, 13. apríl í Borgarnesi og 15. apríl í Hafnarfirði. Allir þessir leikir hefjast klukkan 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira