Vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu í boxi

Borgnesingurinn Kristín Sif Björgvinsdóttir vann til silfurverðlauna á Norðurlandamóti í boxi sem fram fór í Noregi um liðna helgi. Kristín Sif keppti í -75 kg flokki kvenna og mætti Julie Holte frá Noregi á laugardeginum og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun. Þá mætti hún Love Holgersson frá Danmörku í úrslitum á sunnudeginum en þurfti að lúta í lægra haldi og silfrið því niðurstaðan. Kristín Sif á ekki langan boxferil að baki en hún var aðeins búin með tvo bardaga áður en hún fór á mótið. Hún er þriðji Íslendingurinn sem unnið hefur til verðlauna á Norðurlandamótinu í boxi. Árið 2013 vann Kolbeinn Kristinsson til silfurverðlauna og árið 2016 hlaut Valgerður Guðsteinsdóttir brons.

Líkar þetta

Fleiri fréttir