Bjarki Pétursson í fimmta sæti á HI mótinu

Borgnesingurinn og golfarinn Bjarki Pétursson lauk í gær keppni á Hootie Intercollegiate mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu dagana 25.-27. mars. Bjarki stundar nám við Kent State háskólann í Bandaríkjum og endaði lið skólans í öðru sæti á mótinu. Þá varð Bjarki í fimmta sæti í einstaklingskeppni en hann lék mjög vel á mótinu og endaði samtals sjö höggum undir pari.

Líkar þetta

Fleiri fréttir