Ljósm. úr safni.

Snæfellskonur stálu sigrinum

Snæfell vann dramatískan útisigur á Val, 58-59, eftií næstsíðustu umferð Domino‘s deildar kvenna í gærkvöldi.

Leikurinn fór hægt af stað og Valskonur leiddu 4-3 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þær tóku síðan frá rispu seint í leikhlutanum og náðu sex stiga forystu. Snæfell átti lokaorðið í leikhlutanum og var einu stigi á eftir að upphafsfjórðungnum loknum, 10-9. Valur hafði heldur yfirhöndina í öðrum leikhluta en Snæfell var aldrei langt undan. Snæfell jafnaði í 26-26 skömmu fyrir hálfleik en Valur átti lokaorðið og hafði fimm stiga forystu í hléinu, 33-28.

Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en eftir það hafði Valur yfirhöndina. Heimaliðið náði tíu stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta og leiddi með þeim mun fyrir lokafjórðunginn, 50-40. Snæfellskonur mættu ákveðnar í fjórða leikhlutann og minnkuðu muninn snarlega í fjögur stig. Valur hélt forystunni næstu mínúturnar en með góðum leikkafla á lokamínútunum náði Snæfell að stela sigrinum eftir æsispennandi og dramatískar lokasekúndur, 58-59.

Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Snæfells með 24 stig, 14 fráköst, sjö stoðsendingar og sex stolna bolta. Alda Leif Jónsdóttir kom henni næst með ellefu stig.

Aalyah Whiteside skoraði 20 stig og tók 14 fráköst fyrir Stjörnuna, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir skoraði 15 stig og tók 13 fráköst og Hallveig Jónsdóttir skoraði 13 stig.

Snæfell situr í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig, jafn mörg og Breiðablik í sætinu fyrir neðan. Þessi tvö lið mætast í Stykkishólmi í lokaumferðinni sem leikin verður næstkomandi laugardag, 24. mars næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir