Nemendur Auðarskóla gerðu góða hluti í glímu um helgina

Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var mótsstjóri. Nemendur úr Auðarskóla í Búðardal gerðu mjög góða hluti á mótinu og fóru heim með fimm verðlaun. Þar af var Embla Björgvinsdóttir grunnskólameistari stúlkna í 5. bekk. Jasmin Hall Valdimarsdóttir, Birna Rún Ingvarsdóttir og Jóhanna Vigdís Pálmadóttir fóru allar heim með silfur og Dagný Þóra Arnarsdóttir vann til bronsverðlauna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir