Nemendur Auðarskóla gerðu góða hluti í glímu um helgina

Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var mótsstjóri. Nemendur úr Auðarskóla í Búðardal gerðu mjög góða hluti á mótinu og fóru heim með fimm verðlaun. Þar af var Embla Björgvinsdóttir grunnskólameistari stúlkna í 5. bekk. Jasmin Hall Valdimarsdóttir, Birna Rún Ingvarsdóttir og Jóhanna Vigdís Pálmadóttir fóru allar heim með silfur og Dagný Þóra Arnarsdóttir vann til bronsverðlauna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokafli af miðunum

Netabáturinn Bárður SH mokfiskaði í síðustu viku og aflinn var hreint ævintýralegur. Í tvígang hefur Bárður SH landað yfir 40... Lesa meira