Valdís Þóra hafnaði í 21. sæti í Suður-Afríku

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lauk leik í 21. sæti á Investec SA Women‘s Open mótinu. Mótið fór fram í Suður-Afríku um helgina, en það var eitt af mótum Evrópumótaraðarinnar.

Valdís fór vel af stað í mótinu og var í toppbaráttu framan af. Eftir fyrstu tvo hringina sat hún í 4. sæti á höggi undir pari. Þriðja og síðasta hringinn spilaði hún á fjórum yfir pari og lauk því leik á samtals þremur höggum yfir pari í 21. sæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir