
Skagamenn eignuðust níu Íslandsmeistara í badminton
Íslandsmót unglinga í badminton fór fram á Akranesi um liðna helgi. Þátttakendur voru 150 talsins, þar af 18 frá Íþróttabandalagi Akraness. Vel gekk hjá Skagamönnum en ÍA eignaðist níu Íslandsmeistara og sjö silfurverðlaun rötuðu í hús. Það ber hæst í árangri heimafólks að bræðurnir Brynjar Már og Máni Berg Ellertssynir urðu báðir þrefaldir Íslandsmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.
Íslandsmeistarar ÍA 2018 eru:
Máni Berg Ellertsson, U11 einliðaleikur, tvíliðaleikur og tvenndarleikur
Viktor Freyr Ólafsson, U11 tvíliðaleikur
Brynjar Már Ellertsson, U17 einliðaleikur, tvíliðaleikur og tvenndarleikur
Davíð Örn Harðarson, U17 tvíliðaleikur
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, U19 tvíliðaleikur
Silfurverðlaun fengu:
Viktor Freyr Ólafsson, U11 einliðaleikur
Arnar Freyr Fannarsson, U11 tvíliðaleikur og tvenndarleikur
Arnór Valur Ágústsson, U11 tvíliðaleikur
Sóley Birta Grímsdóttir, U11 tvenndarleikur
María Rún Ellertsdóttir, U15 einliðaleikur og tvenndarleikur