Liðsfélagarnir Siguroddur og Páll Bragi urðu efstir á föstudaginn. Ljósm. iss.

Siguroddur og Hrynur sigurvegarar í slaktaumatöltinu

Annað mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg á föstudaginn. Keppt var í slaktaumatölti. Siguroddur Pétursson kom líkt og fyrsta kvöldið sterkur inn og sigraði og trónir á toppnum í einstaklingskeppninni með fullt hús stiga. Hann keppti á Hryn frá Hrísdal. Annar varð liðsfélagi hans Páll Bragi Hólmarsson á Óperu frá Austurkoti. Þriðja varð svo Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Prins frá Skúfslæk og Guðmar Þór Pétursson fjórði á Gný frá Árgerði. Fimmta varð síðan Berglind Ragnarsdóttir á Ómi frá Brimilsvöllum, en þau unnu slaktaumatöltið á síðasta ári.

Stelpurnar frá Slippfélaginu og SuperJeep náður sér í liðaskjöld kvöldsins en þær fengu samtals 47 stig. Leiknir/Skáney heldur þó enn forustunni í heildarstigakeppni liða með 96 stig en liðið frá Berg/Hrísdal/Austurkoti fylgir þeim eftir í humátt með 85 stig. Í þriðja sæti í liðakeppninni eru Slippfélagið/SuperJeep með 81,5 stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir