Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lék afar vel á öðrum hring á Investec SA Women‘s Open mótinu í Suður-Afríku í dag. Hún lauk hringnum á þremur 69 höggum, þremur undir pari og er í fjórða sæti mótsins á einu höggi undir pari samanlagt fyrir lokahringinn sem fram fer á morgun, laugardag.

Hin þýska Karolin Lampert leiðir mótið á fimm höggum undir pari, aðeins fjórum höggum á undan Valdísi. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku er í öðru sæti á fjórum undir pari og hin namibíska skipar þriðja sætið á þremur undir pari.

Líkar þetta

Fleiri fréttir