Ívar Reynir keppir með heimamönnum

Heimamaðurinn Ívar Reynir Antonsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Ívar, sem verður 18 ára í sumar, er alinn upp hér hjá Víkingi en gekk í raðir Fram fyrir tveimur árum. Hann spilaði svo sína fyrstu leiki með Fram í Inkassodeildinni síðastliðið sumar. Þá á hann einnig að baki 13 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. „Víkingur Ó. Lýsir yfir mikilli ánægju með félagsskiptin og býður Ívar velkominn heim á Snæfellsnesið,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir