Það má búast við mikilli stemningu í Borgarnesi í kvöld þegar Skallagrímsmenn hefja deildarmeistarabikarinn á loft. Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn.

Borgnesingar fá bikarinn í kvöld

Eins og áður hefur komið fram er Skallagrímur búinn að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla í körfuknattleik. Honum fylgir farseðill í Domino’s deildina og því munu Borgnesingar leika í deild þeirra bestu næsta vetur.

Skallagrímur mætir Vestra í lokaleik tímabilsins í Borgarnesi í kvöld. Að leik loknum fá Skallagrímsmenn deildarmeistarabikarinn afhentann.

Það verður því mikið um dýrðir í Borgarnesi í kvöld, búast má við fullu húsi og mikilli stemningu. Ungir og efnilegir körfuknattleiksmenn úr Skallagrími munu standa heiðursvörð meðan liðin verða kynnt til leiks. Miðjuskot verður á dagskrá og verðlaun í boði. Fyrir leik og fram að hálfleik verða rjúkandi pitsur og gos frá Grillhúsinu á sérstöku tilboðsverði í tilefni dagsins, á meðan birgðir endast.

Leikur Skallagríms og Vestra hefst klukkan 19:15 og frítt er á leikinn í boði styrktaraðila kkd. Skallagríms.

Líkar þetta

Fleiri fréttir