Einar Örn setti þrjú Íslandsmet

Tvö kraftlyftingamót voru haldin á Akureyri um helgina. Annars vegar Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum og hins vegar Íslandsmeistaramótið í bekkpressu. Einar Örn Guðnason frá Kraftlyftingafélagi Akraness keppti á báðum mótum. Hann hampaði Íslandsmeistaratitli í kraftlyftingum í 105 kg flokki. Lyfti Einar Örn 360 kg í hnébeygju, 251 kg í bekkpressu og 280 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt gera þetta 891 kg sem skilaði honum Íslandsmeistaratitlinum. Hnébeygjan, bekkpressan og samanlagður árangur eru allt ný Íslandsmet. Hann fékk enn fremur 532,8 Wilksstig og hafnaði í öðru sæti í heildarstigakeppni karla.

Á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu hafnaði Einar í öðru sæti með lyftu upp á 240 kg. Skilaði það honum jafnframt 143,5 Wilksstigum og þriðja sæti í stigakeppninni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir