Valdís Þóra Jónsdóttir ásamt þeim Kiwi Liv Cheng og Justine Dreher sem einnig unnu sér inn þátttökurétt á LPGA mótinu.

Valdís Þóra leikur meðal þeirra bestu

Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur frá Akranesi tryggði sér keppnisrétt í ISPS mótinu á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð í heimi, með frábærri spilamennsku á úrtökumóti í Ástralíu. Eitt hundrað kylfingar tóku þátt í mótinu og aðeins þrjú sæti voru í boði. Valdís Þóra lék á 69 höggum, þremur undir pari, rétt eins og þær Kiwi Liv Cheng og Justine Dreher sem einnig hlutu þátttökurétt á LPGA mótinu.

ISPS mótið á LPGA mótaröðinni hefst í Ástralíu á fimmtudaginn og verður það í fyrsta sinn sem Valdís Þóra og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leika á sama LPGA móti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira