Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Einar Logi Einarsson handasala samninginn. Ljósm. KFÍA.

Einar Logi semur við ÍA

Varnarmaðurinn Einar Logi Einarsson hefur samið við ÍA á nýjan leik og mun leika með liði Skagamanna í 1. deild karla í knattspyrnu á sumri komanda. Einar er uppalinn hjá félaginu og lék síðast með ÍA í næstefstu deild árið 2014.

Einar er 27 ára og hefur undanfarin tvö sumur leikið með Kára í 3. deildinni. Hann var fyrirliði Kára sem sigraði deildina síðasta sumar og skoraði fimm mörk í 15 leikjum. Einar samdi við ÍA út keppnistímabilið 2018.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira