Þrír ungir leikmenn semja við ÍA

Þrír ungir leikmenn, þeir Alexander Már Þorláksson, Birgir Steinn Ellingsen og Marinó Hilmar Ásgeirsson, hafa skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA og munu leika með liðinu út sumarið 2019. Allir eru þeir uppaldir hjá félaginu.

Alexander Már er fæddur árið 1995 og hefur undanfarin ár leikið með Fram, KF og Hetti en lék síðasta sumar með Kára í 3. deildinni. Þar skoraði hann 17 mörk í 18 leikjum og varð markakóngur deildarinnar. Marinó Hilmar er fæddur árið 1995 einnig og hefur undanfarin ár leikið með Kára við góðan orðstír. Birgir Steinn er yngstur þremenninganna, fæddur árið 1998. Hann hefur undanfarin ár leikið með yngri flokkum ÍA auk þess að eiga að baki leiki með Kára.

„Það er jákvætt að Alexander Már, Birgir Steinn og Marinó Hilmar skuli hafa skrifað undir samning við ÍA til næstu tveggja ára. Þetta eru allt efnilegir og duglegir leikmenn sem hafa mikinn metnað. Þeir munu án vafa styrkja leikmannahóp okkar fyrir komandi tímabil,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira